Framtíð ADHD-teymisins er tryggð

Páll Magnússon sálfræðingur veitir ADHD-teyminu forstöðu.
Páll Magnússon sálfræðingur veitir ADHD-teyminu forstöðu.

Áframhaldandi starfsemi ADHD-teymis Landspítalans, þar sem fullorðnir fá greiningu og meðferð við ADHD hefur verið tryggð.

Ekki hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til teymisins í fjárlagafrumvarpi og því óvíst um framhaldið fyrr en nú, að því er fram kemur í fréttaskýringu um ADHD-teymið í Morgunblaðinu í dag.

Á fimmta hundrað fullorðnir einstaklingar frá 18 ára og fram á áttræðisaldur bíða nú eftir greiningu hjá teyminu. Páll Magnússon sálfræðingur sem veitir teyminu forstöðu segir gríðarmikinn kostnað hljótast af því þegar ADHD sé ekki meðhöndlað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert