Sigurður áttundi í Bocu­se d'Or

Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins og fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse …
Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins og fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or. Þórður Arnar Þórðarson

Sig­urður Helga­son, yf­ir­mat­reiðslu­meist­ari Grills­ins, varð í áttunda sæti í loka­keppni mat­reiðslu­keppn­inn­ar Bocu­se d'Or sem hald­in var í Lyon en úrslitin voru kynnt rétt í þessu. 

Norðmenn hrósuðu sigri, Bandaríkin urðu í öðru sæti og Svíþjóð í því þriðja en 24 matreiðslumenn kepptu um titilinn. Matreiðslumeistararnir áttu að elda fransk­an vatnaurriða og perlu­hænu ásamt meðlæti. Sig­urður ásamt hjálp­ar­kokk­um sín­um, Rún­ari Pier­re Heri­veaux, Hinriki Erni Lárus­syni og Karli Óskari Smára­syni, skiluðu glæsilegu fati en það dugði ekki til til að heilla dómarana.

Mikill fjöldi Íslendinga var í Lyon að hvetja Sigurð áfram og minnti stuðningurinn á íþróttakappleik þar sem sungið og trallað var í stúkunni. 

Fatið sem Sigurður skilaði inn.
Fatið sem Sigurður skilaði inn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert