Líklegt að VR fari fram á blandaða leið

Ólafía Björk, formaður VR, segist búast við því að VR …
Ólafía Björk, formaður VR, segist búast við því að VR fari bæði fram á krónutölu- og prósentuhækkanir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst líklegra að við leggjum það til að fara blandaða leið sem inniheldur þá bæði krónutölu- og prósentuhækkanir,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.

Trúnaðarráðsfundur VR fór fram í gærkvöldi en félagið er með um þrjátíu þúsund félagsmenn. Á fundinum var kröfugerð fyrir komandi samninga meðal annars rædd en þar var einnig kynnt viðhorfskönnun meðal félagsmanna, þar sem spurt var hvaða áherslur þeir vildu sjá í næstu samningum.

„Það er alveg klárt í þessari viðhorfskönnun dagana 8. til 15. janúar að fólkið okkar er fyrst og fremst að tala um beinar launahækkanir auk þess sem það vill að kaupmátturinn verði tryggður. Við munum fylgja því eftir. Fundurinn var auk þess samhljóða sammála því að ég fengi það umboð að klára á næstu dögum – við erum ekki komin með endanlega dagsetningu – að móta launalið kröfugerðarinnar okkar,“ segir Ólafía í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert