Árið 2014 sjónarmun á undan 2003

Sumarblíða í Nauthólsvíkinni.
Sumarblíða í Nauthólsvíkinni. mbl.is/Styrmir Kári

Af 79 veðurstöðvum reyndist árið 2014 það hlýjasta á 49 stöðvum. Á 22 stöðvum var það næsthlýjasta árið, það þriðja hlýjasta á sex stöðvum og það fimmta hlýjasta á tveimur.

Í óformlegum útreikningum á ársmeðaltali kemur fram að á nýliðnu ári hafi meðalhiti á landinu verið hæstur og sjónarmun, 0,02 gráðum, hlýrra en árið 2003, en mjög oft eru þessi tvö ár í tveimur efstu sætum þegar hlýindi eru skoðuð. Árið 2003 var áður það hlýjasta síðan mælingar hófust.

Þetta kemur fram á lista sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur tekið saman og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag, en þar ber hann meðalhita ársins 2014 saman við meðalhita annarra hlýrra ára á 79 veðurstöðvum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert