Fara á varlega með nálgunarbönn

Brynjar Níelsson segir alrangt að breyta þurfi lögum um nálgunarbönn.
Brynjar Níelsson segir alrangt að breyta þurfi lögum um nálgunarbönn.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnar því að löggjafarvaldið þurfi að setja skýrari lög um nálgunarbönn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Brynjar að varlega eigi að fara í notkun nálgunarbanna og að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eigi frekar að endurskoða sína starfshætti

Í viðtali við mbl.is á þriðjudag sagði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu það vonbrigði að Hæstiréttur hefði fellt úr gildi niðurstöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem staðfesti ákvörðun lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu um nálg­un­ar­bann á karl­mann sem grunaður er um að hafa ráðist á þáver­andi sam­býl­is­konu sína og játað hef­ur að dreifa af henni kyn­lífs­mynd­um. Sagði hún að sú niðurstaða Hæstaréttar sýndi að löggjafinn þyrfti að stíga inn í.

„Ef Hæstiréttur telur þetta ekki samkvæmt því sem ætlast er til þá þarf að breyta lögum og reglum um þetta. Það þarf að ganga í takti með þetta,“ sagði Alda.

Brynjar er þessu ekki sammála.

 „Ég held að það sé bara alrangt, ég held að það segi beinlínis í lögunum að það eigi að fara varlega í þetta, ef önnur úrræði eru tæk að nota þau því nálgunarbann er auðvitað ákveðin refsing. Ég held að menn ættu að fara mjög varlega í þetta og ég sé ekki í fljótu bragði að það sé einhver ástæða fyrir þingið að endurskoða þetta. Ég held að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætti bara að endurskoða sína starfshætti,“ sagði Brynjar við Stöð 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert