Leituðu að neyðarblysi

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar. mynd/Landhelgisgæslan

Tilkynnt var um að neyðarblysi hefði verið skotið upp skammt frá Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar og varðskip voru á æfingu skammt frá og hófu leit að sjófaranda í neyð án árangurs.

Talið er fullvíst að blysinu hafi verið skotið úr landi af einhverjum sem ekki var að óska eftir neyðarhjálp. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er mjög slæmt þegar neyðarblysum er skotið er upp án ástæðu á öðrum tímum en gamlárskvöld enda fer töluverður viðbúnaður af stað hjá Gæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert