Maður trúir ýmsu eins og gengur

Sigurgeir Ingólfur Jónsson fagnaði áfanganum á Droplaugarstöðum ásamt ættingjum.
Sigurgeir Ingólfur Jónsson fagnaði áfanganum á Droplaugarstöðum ásamt ættingjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er nú kannski heldur langt mál að fara yfir hundrað ár núna,“ sagði Sigurgeir Ingólfur Jónsson skömmu eftir að blaðamaður settist niður með honum í tilefni af hundrað ára afmæli hans í gær.

Áfanganum fagnaði Sigurgeir á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum ásamt ættingjum.

Hann ólst upp á Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi við Steingrímsfjörð í Strandasýslu og vann sveitastörf fyrstu árin. Hann flutti ungur suður til Reykjavíkur þar sam hann starfaði í byggingarvinnu áður en hann sinnti beitningarvinnu og lagervinnu hjá ÁTVR þar sem hann lauk starfsævi sinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert