Vonskuveður á leiðinni

Jæja næsta vonskuveður er væntanlegt upp úr hádegi á morgun …
Jæja næsta vonskuveður er væntanlegt upp úr hádegi á morgun á Suðvesturlandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Athygli er vakin á vonskuveðri sem kemur upp að Suðvesturlandi undir hádegi á morgun og fer síðan yfir landið, segir í athugasemd frá veðurfræðingi á vef Veðurstofu Íslands.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en annars er víða hálka eða hálkublettir á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru vegir víða greiðfærir í Borgarfirði og á Snæfellsnesi en hálka eða hálkublettir á fjallvegum.

Hálka er á flestum leiðum á Vestfjörðum en snjóþekja á Hálfdán, þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum unnið að hreinsun.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum og snjókoma í Skagafirði og Eyjafirði. Þæfingsfærð er nú á Þverárfjalli, milli Dalvíkur og Hjalteyrar og á Hófaskarði en unnið að hreinsun.

Hálka  eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi en greiðfært frá Breiðdalsvík og með suðausturströndinni að Jökulsárlóni en þar tekur við hálka eða hálkublettir.

Sjá: Veðurvefur mbl.is

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Vestlæg átt 5-13 í dag og dálítil él, en norðaustan 3-10 og þurrt að kalla V-til fram undir hádegi. Norðvestan 10-18 NA- og A-lands eftir hádegi og bætir í élin þar. Minnkandi él seint í kvöld og úrkomulítið NV-til. Frost 0 til 8 stig. Gengur í suðaustan 18-25 með snjókomu undir hádegi á morgun, fyrst SV-lands. Lengst af hægari og þurrt fyrir norðan og austan. Rigning eða slydda S- og V-til undir kvöld. Hlánar smám saman.

Á miðvikudag:
Gengur í suðaustan storm með snjókomu. Suðvestlægari um kvöldið með slyddu eða rigningu, fyrst SV-til. Hlýnandi veður, hiti 2 til 8 stig um kvöldið.

Á fimmtudag:
Hvöss suðvestanátt og él, en léttir til á NA- og A-landi. Frostlaust með S-ströndinni og á Austfjörðum, annars hiti í kringum frostmark.

Á föstudag:
Suðaustan stormur með slyddu eða rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 0 til 5 stig. Suðvestanstormur með kólnandi veðri og éljum síðdegis, einkum S- og V-til.

Á laugardag og sunnudag:
Suðvestan hvassviðri og jafnvel stormur með éljum, en úrkomulítið NA-lands. Frost víða 0 til 6 stig.

Á mánudag:
Útlir fyrir minnkandi sunnanátt í bili. Smá skúrir eða él S- og V-lands, annars þurrt. Frostlaust við ströndina, en vægt frost inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert