Ofbeldi gegn konum alvarlegri ógn

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Kristinn

„Mig langar að vekja athygli hér á því að önnur ógn er okkur miklu nærstæðari,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag þar sem hann gerði ofbeldi gegn konum að umræðuefni sínu. Rætt hafi verið um að lögregluyfirvöld hefðu áhyggjur af hryðjuverkaógn og teldi sig því þurfa að vopnast betur eða fá forvirkar rannsóknarheimildir.

„Staðreyndin er sú að ríflega milljarður kvenna um heim allan hefur upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Helsta dánarorsök kvenna á aldrinum 16–44 ára í Evrópu er heimilisofbeldi. Við getum ekki gert ráð fyrir því að veruleikinn á Íslandi sé mjög frábrugðinn því sem hann er í öðrum Evrópulöndum. Er það? Gleymum við ekki stundum að líta okkur nær og verðum upptekin af mögulegri utanaðkomandi hættu og sofum svolítið á verðinum gagnvart því sem gerist nánast á hverjum degi, því miður, í okkar eigin samfélagi?“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert