Dýrara verður að leggja við Leifsstöð

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Um mánaðamótin hækkar bílastæðaverðið við Keflavíkurflugvöll um tugi prósenta í sumum tilvikum. Áfram er þó miklu ódýrara að leggja þar en við stóru norrænu flughafnirnar eins og sjá má í samanburði Túrista.

Gjaldskráin fyrir bílastæðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið óbreytt í fjögur ár en þann 1. apríl hækka gjöldin. Í dag kostar 150 krónur að leggja bíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gjaldið á skammtímastæðinu hækkar hins vegar í byrjun næsta mánaðar upp í 230 krónur. Fyrsta korterið verður þó áfram frítt. 

Eftir verðbreytingarnar 1. apríl hækkar sólarhringsgjaldið á langtímastæðinu úr 800 krónum í 950 kr. Bíleigandi sem leggur þar í eina viku greiðir þá 6.650 krónur í stað 5.600 króna. Gjaldskráin fyrir lengri tíma helst óbreytt og áfram er greitt 600 kr. á sólarhring í annarri viku og 400 kr. eftir tvær vikur.

Frétt Túrista í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert