Ekkert flogið innanlands

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur Sigurður Bogi Sævarsson

Allt innanlandsflug liggur niðri bæði hjá Flugfélagi Íslands og flugfélaginu Erni. Næst verða veittar upplýsingar um stöðu mála klukkan tíu hjá Flugfélagi Íslands. 

Samkvæmt upplýsingum frá Erni verður athugað með allt innanlandsflug klukkan 10:15.

Gengur í suðaustan 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, en snjókomu til fjalla, hvassast við S-ströndina. Snýst í sunnan 10-18 með skúrum eða éljum eftir hádegi, en styttir upp NA-til í kvöld. Heldur hægari N- og A-lands á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert