Innflutningur matvara á uppleið

mbl.is/Hjörtur

Verðmæti innfluttrar matvöru og drykkjarvöru á fyrstu tveimur mánuðum ársins jókst um 30% frá fyrra ári.

Fluttar voru inn vörur í þessum flokki fyrir 9,6 milljarða, borið saman við 7,4 milljarða í þessum tveimur mánuðum 2014. Verðmætið var 7,6 milljarðar 2013 og 7,2 ma. 2012.

Þetta má lesa úr nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þar fengust þær upplýsingar að þar sem um bráðabirgðatölur sé að ræða sé varhugavert að draga miklar ályktanir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert