Neituðu að koma til byggða

Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. Um er að ræða menn sem neituðu að fara með björgunarsveitarmönnum til byggða á þriðjudag þegar einn félagi þeirra var sóttur veikur á jökulinn.

Að sögn Friðriks Jónasar Friðrikssonar, formanns Björgunarfélags Hornafjarðar, fóru björgunarsveitarmenn á jökulinn á þriðjudag þegar óskað var eftir aðstoð vegna veikinda eins úr leiðangrinum. Þá upplýstu björgunarsveitarmenn tvímenningana um að von væri á vonskuveðri og veðurspáin væri mjög slæm næstu daga. Þeir neituðu hins vegar að koma niður af jöklinum og eins kom ekki til greina af þeirra hálfu að færa sig neðar. 

Síðan höfðu þeir samband í morgun og voru þá búnir að missta allt ofan af sér, tjald og annan búnað, og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita til þess að komast til byggða.

Voru þeir þá staddir um 35 km inn á Vatnajökli, beint ofan Skálafellsjökuls. Veðrið á jökli er afar slæmt og eru félagar í björgunarsveitum af öllu Austurlandi nú á leið á jökul. Farið er á tveimur bílum en sökum veðurs er ekki hægt að senda vélsleða á svæðið.

Sækja ferðamann á Vatnajökul

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert