Aldrei fór ég suður með breyttu sniði

Samningar voru undirritaðir á baki smiðsins.
Samningar voru undirritaðir á baki smiðsins. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er sérstaklega mikil spenna þar sem það er svo stutt í hátíðina og allt í einu alveg að koma páskar,“ segir Birna Jónasdóttir, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram í tólfta sinn á Ísafirði um páskana. 

Þær hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár verða sigurvegarar Músiktilrauna 2015, Hemúllinn, Emmsé Gauti, Mugison, Rythmatik, Prins Póló, Valgeir Guðjónsson, Amabadama, Pink street boys og Boogie trouble. Breyting verður þó á dagskrá hátíðarinnar svo hún dreifist meira um bæinn og er fjölbreyttari en áður.

„Það hafa alltaf verið tveir dagar í skemmunni en við ákváðum að dreifa þessu betur og fá meira líf inn í bæinn svo það verður bara einn dagur í skemmunni,“ útskýrir Birna. Dagskráin einkennist af fjölmörgum minni viðburðum um allan bæ, sem haldnir eru í samvinnu við íbúa og skemmtistaði bæjarins. 

Stórtónleikarnir sjálfir verða á laugardeginum en þó má segja að hátíðin byrji á fimmtudegi og sé því orðin að þriggja daga hátíð.

Aðstandendur hátíðarinnar skrifuðu í dag undir samstarfssamning við samstarfsfélaga eða „foreldra“ hátíðarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Örlitlar breytingar hafa orðið á þessum hópi foreldra, sem eru að sögn aðstandendanna ómissandi til að „halda í höndina og vísa veginn.“

Þessir foreldrar eru Flugfélag Íslands, Landsbankinn, Orkusalan, Samskip, Orkubú Vestfjarða og SFS. Eins og undanfarin ár þá er enginn aðgangseyrir að hátíðinni. Fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg og fyrirtæki styðja vel við bakið á hátíðinni. 

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á vefsíðu hátíðarinnar.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant