Sló mann ítrekað í andlit og höfuð

mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri, Styrmi H. Snæfeld Kristinsson, í ársfangelsi fyrir líkamsárás en hann sló annan mann ítrekað í andlit og höfuð. Styrmir á langan sakaferil og með brotinu rauf hann skilorð samkvæmt eldri dómi. 

Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 400.000 krónur í miskabætur. 

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness sem féll í október sl.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði Styrmi í júní í fyrra fyrir líkamsárás. Hann var sakfelldur fyrir að slegið manninn trekað í andlit og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut m.a. nefbrot, tognun, ofreynslu á hálshrygg og mar á andliti.

Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til langs sakaferils Styrmis og þess að með brotinu rauf hann skilorð samkvæmt eldri dómi, sem hafði að hluta ítrekunaráhrif samkvæmt 71. gr. almennra hegningarlaga. Var skilorðsbundni hluti þess dóms tekinn  upp og Styrmi ákveðin refsing í einu lagi fyrir bæði brotin, sbr. 77. gr. laganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert