Forstjóri Sólvangs lætur af störfum

Sólvangur í Hafnarfirði.
Sólvangur í Hafnarfirði.

Árni Sverrisson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Sólvangs, lætur af störfum 31. mars næstkomandi að eigin ósk.

Árni hóf störf á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði árið 1980 og var forstjóri sjúkrahússins frá 1985.  Árni tók einnig við stöðu forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs árið 2006 þegar þessar tvær stofnanir voru sameinaðar, að því er segir í frétt á vef velferðarráðuneytisins.

Heilbrigðisráðherra þakkar Árna vel unnin störf á löngum ferli og óskar honum alls góðs á komandi árum.

Kristján Sigurðsson hefur verið skipaður tímabundið til að gegna stöðu forstjóra Sólvangs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert