Engin ákvörðun um atkvæðagreiðslu

Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta var ágætur fundur sem við áttum með starfsmönnunum og við fórum bara svona yfir stöðu mála,“ segir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins, en samninganefnd félagsins fundaði með fé­lags­mönn­um hjá Rík­is­út­varp­inu kl. 17 í dag.

Samninganefndin mun funda með samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara kl. 9 í fyrramálið, en engin ákvörðun var tekin um hvort gengið verði til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun á ný.

„Það var alveg svo sem aðeins rætt á fundinum en engin ákvörðun tekin um það,“ segir Kristján. „Við ætlum að fara bara inn á fundinn á morgun og meta stöðuna svo út frá því hvað gerist þar.“

Frétt: Tæknimenn RÚV funda í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert