Afgreiddu ekki öll frumvörp Eyglóar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisstjórnin afgreiddi ekki tvö húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á fundi sínum í dag. Ráðherra kynnti fjögur frumvörp um húsnæðismál fyrir ríkisstjórninni í gær og voru tvö þeirra afgreidd.

Frumvörpin sem voru ekki samþykkt snúa að stofnkostnaði vegna félagslegu leiguhúsnæði og húsnæðisbótum. Frestur til að leggja fram ný þingmál, sem eiga að komast á dagskrá fyrir sumarhlé, rann út í dag.

Frétt mbl.is: „Mikilvægt skref í rétta átt“

Eygló sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að frumvörpin fjögur væru mikivægt skref í rétta átt til að greiða úr þeim vanda sem  hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Þau bæði skerpi á og bæti réttarstöðu leigjenda og leigudala. Sumt geti orðið umdeilt hjá fyrrnefnda hópnum, en annað hjá þeim síðarnefnda.

Þá sagðist Eygló vera sannfærð um að frumvörpin tvö yrðu afgreidd með afbrigðum, þ.e. að Alþingi samþykki að taka málin fyrir þó svo að fresturinn til að leggja fram ný þingmál sé runninn út, ef fjármálaráðuneytið þyrfti meiri tíma til að fara yfir kostnaðarmatið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert