Bætir í vind á Norðurlandi

Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur, snjóþekja og víða er …
Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur, snjóþekja og víða er kominn éljagangur, snjókoma og stórhríð og er að bæta í vind. mbl.is/RAX

Búast má við norðanátt og snjókomu og skafrenningi um norðaustan og austanvert landið frá því síðdegis í dag og fram á nótt.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum en annars er nokkur hálka eða hálkublettir á Suðurlandi, einkum útvegum og sumstaðar er jafnvel þæfingur.

Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum.

Hálka er á fjallvegum á Vestfjörðum en á láglendi eru hálkublettir í Ísafjarðardjúpi en hálka á sunnanverðum Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur, snjóþekja og víða er kominn éljagangur, snjókoma og stórhríð og er að bæta í vind skv. veðurspá. Þungfært er um Möðrudalsöræfi. Hálka og skafrenningur er á Tjörnesi en ófært og stórhríð á Hálsum. Þæfingsfærð og stórhríð í Víkurskarði. Fjarðarheiði ófær.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er á Hróarstunguvegi og á Hlíðarvegi. Hálka eða hálkublettir með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert