Í vandræðum vegna ófærðar

Vetur konungur hefur ekki yfirgefið Norðurlandið.
Vetur konungur hefur ekki yfirgefið Norðurlandið. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Leiðindaveður hefur verið á Húsavík í dag. Eftir því sem leið á daginn bætti í vind og þá hefur einnig snjóað töluvert.

Færð er farin að spillast innanbæjar og hafa margir ökumenn lent í vandræðum, þar með talið lögregla og læknir sem festu bíla sína. Björgunarsveitin Garðar er á ferðinni og aðstoðar vegfarendur. 

Sátu fastir á Fjarðarheiði

Tuttugu bílar sátu fastir á Fjarðarheiði eftir hádegi í dag. Loka þurfti heiðinni og veginum um Fagradal um stund vegna ófærðar. Björgunarsveit og ruðningstæki komu ökumönnum til hjálpar en aðstoða þurfti ökumenn fólksbíla og flutningabíla sem voru á leið úr Norrænu. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um að ræða hvell sem gekk hratt yfir og er nú búið að losa bílana af heiðinni. 

Færð á vegum

Hálkublettir eru í Þrengslum en annars er nokkur hálka eða hálkublettir á Suðurlandi, einkum útvegum.

Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum.

Hálka er á fjallvegum á Vestfjörðum en á láglendi eru hálkublettir í Ísafjarðardjúpi en hálka á sunnanverðum Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er víða ófært, snjóþekja og kominn éljagangur, snjókoma og  stórhríð og er að bæta í vind skv veðurspá. Ófært er um Víkurskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Jökuldal, Vopnafjarðrheiði, Hálsa og Hófaskarð. Mjög slæmt skyggni er á Svalbarðsströndinni og stórhrið. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Tjörnesi. Þæfingsfærð er á Grenivíkurvegi og Dettifossvegi. Siglufjarðarvegurinn er lokaður vegna snjóflóðs þar til hlutir skýrast og búið sé að hreinsa. Snjóþekja er í Dalsmynni.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Ófært er um Vatnsskarð eystra, Oddskarð og Fjarðarheiði. Þæfingsfærð er á Hróarstunguvegi og á Hlíðarvegi. Hálka eða hálkublettir með suðausturströndinni.

Færð er farin að spillast innanbæjar á Húsavík og hafa …
Færð er farin að spillast innanbæjar á Húsavík og hafa margir ökumenn lent í vandræðum. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert