Stutt í að byrjað verði á jarðvegsvinnu

Hörpureiturinn er einn margra í miðborg Reykjavíkur þar sem mikil …
Hörpureiturinn er einn margra í miðborg Reykjavíkur þar sem mikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu misserum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við erum um það bil að fá framkvæmdaleyfið. Þá munum við girða svæðið af í áföngum og byrjum á fornleifagreftri.“

Þetta segir Gísli Steinar Gíslason hjá fasteignaþróunarfélaginu Stólpum um stöðu framkvæmda á svonefndum Hörpureitum 1 og 2 á lóð Tollhússins við Austurbakka í Reykjavík.

Undirbúningur er vel á veg kominn fyrir byggingu fjölbýlis- og verslunarhúsnæðis á 4-6 hæðum, auk bílakjallara. Alls er byggingarmagnið á um 30 þúsund fermetrum, þar af eru íbúðir um 80 talsins auk verslana á 1. hæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert