Samningaviðræður stopp

Tuttugu og sjö félög eru aðilar að bandalaginu, en boðað …
Tuttugu og sjö félög eru aðilar að bandalaginu, en boðað hefur verið til verkfalls á fimm ríkisstofnunum. Myndin er frá fundi BHM. mbl.is/ Ómar Óskarsson

„Okkur þykir það leitt að menn sjái ekki ástæðu til þess að halda þessu gangandi með verkfall yfirvofandi,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM, en viðræður félagsins við stjórnvöld eru stopp og verkfallsboðun á fimm ríkisstofnunum stendur enn.

Eins og kunnugt er sendi fjármála- og efnahagsráðuneyti fimm aðildarfélögum bréf þess efnis að atkvæðagreiðsla og verkfallsboðun félaganna hefði verið ólögleg. Voru félögin jafnframt hvött til þess að afturkalla boðun verkfalls. Nú hefur ríkið ákveðið að stefna félögunum fyrir Félagsdóm vegna ólögmætrar verkfallsboðunar.

Fjögur aðildarfélög hafa boðað ótímabundnar aðgerðir á Landspítala, en í vikulegum pistli sínum á vef spítalans í gær sagði Páll Matthíasson, forstjóri LSH, að þær myndu hafa verulega truflandi áhrif á starfsemina. „Helstu áhrif eru þau að mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður að fresta og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi, sem er jú bróðurpartur starfseminnar hjá okkur,“ skrifar hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert