Hnúturinn í kjaradeilu BHM herðist

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands Morgunblaðið/Ómar

Félagsmenn í Bandalagi háskólamanna eru boðaðir til fundar í Rúgbrauðsgerðinni kl. 12 í dag vegna „alvarlegrar stöðu í kjaradeilunni“. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Samninganefnd ríkisins „hafi ekkert lagt fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, þrátt fyrir að um annað hafi verið rætt“. „Þetta er grafalvarlegt í þeirri stöðu þegar við erum í verkfalli sem hefur víða áhrif í samfélaginu og miklu skiptir að sé leyst.“

Undanþága var veitt til að félagsmenn BHM hjá Fjársýslu ríkisins gætu afgreitt barnabætur. Undanþága til að dýralæknar gætu vottað slátrun var ekki veitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert