18% greiddu ekki skatt

mbl.is/Ómar

Tekjulægstu 18% fjölskyldna og einstaklinga greiddu engan skatt á árinu 2013. Tekjuhæsta tíund allra fjölskyldna hér á landi var á hinn bóginn með 32,8% heildartekna allra einstaklinga í landinu á sama ári og greiddu þessar fjölskyldur 44,7% samanlagðra skatta. Næsthæsta tíund tekjuhæstu fjölskyldnanna var með 18% heildartekna allra fjölskyldna í landinu og skattgreiðslur þessa hóps voru 20,1% af heildarskattgreiðslum.

Þetta kemur fram í úttekt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, á skattbyrði fjölskyldna. Alls voru 10% fjölskyldna og einstaklinga á Íslandi með meira en 13 milljónir í árstekjur á árinu 2013 og samanlagt með 372,8 milljarða í heildartekjur. Þetta er 18.531 fjölskylda sem hafði tæpan þriðjung tekna einstaklinga í landinu. Greiddu þessar fjölskyldur 117,5 milljarða í tekju- og eignarskatta. 1.853 fjölskyldur voru með meira en 27,5 milljónir í tekjur á árinu 2013 en hins vegar voru 92.700 fjölskyldur með minna en 4.311.627 kr. í tekjur yfir árið. Fram kemur í annarri úttekt á framtölum fyrirtækja í blaðinu að fleiri fyrirtæki voru annaðhvort rekin með tapi eða á núllinu á árinu 2013 en þau sem rekin voru með hagnaði en hlutfall þeirra var 48%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert