Hallgrímskirkja meðal skrýtnustu húsa heims

Rauðnefjuð Hallgrímskirkja.
Rauðnefjuð Hallgrímskirkja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hallgrímskirkja er sem stendur í öðru sæti í kosningu yfir 50 skrýtnustu hús veraldar sem vefsíðan strangebuildings.com heldur úti. Aðeins hið dularfulla steinhús í Guimaraes í Portúgal er sagt skrýtnara samkvæmt notendum vefsins.

Hallgrímskirkja er byggð eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar húsameistara og tók um fjóra áratugi að klára bygginguna. Hún er hæsta kirkja Íslands. Engin ástæða er gefin fyrir því af hverju Hallgrímskirkja er á listanum en eins og nafn vefsíðunnar gefur til kynna þá er umfjöllunarefnið fyrir fólk sem hefur áhuga á sérstæðum og undarlegum arkitektúr.

Lítið er vitað um steinhúsið í Guimaraes annað en að það sé einbýlishús úr steini. Ekki er vitað hver á það né hvort það sé notað yfir höfuð. Þá er byggingarár eða hugmyndin á bak við það ekki kunn.

Tónlistarhúsið í Porto sem Rem Koolhaas teiknaði og kláraði árið 2005 er í þriðja sæti en engin önnur íslensk bygging er á topp 50 listanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert