Verslunarskóli Íslands vann MORFÍS

Ræðulið Verslunarskóla Íslands sigraði lið Menntaskólans við Sund með 138 stigum í úrslitaviðureign MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, sem fór fram í Háskólabíói í kvöld.

Umræðuefni kvöldsins var „lögleiðing fíkniefna“ og mælti Menntaskólinn í Sund með og Verslunarskólinn á móti. Steinar Ingi Kolbeins var valinn ræðumaður kvöldsins og þar með ræðumaður Íslands árið 2015 en hann fékk aðeins einu stigi meira en næsti ræðumaður á eftir.

Heildarstig í keppninni voru 2960. Dómarar voru ekki sammála um sigurvegara en Arnmundur Ernst Backman var oddadómari.

Lið Verslunarskólans skipa þau Arnar Ingi Ingason, liðstjóri, Bára Lind Þórarinsdóttir, frummælandi, Kjartan Þórisson, meðmælandi og Elín Harpa Héðinsdóttir, stuðningsmaður.

Lið Menntaskólans við Sund skipa þau Kristín Lilja Sigurðardóttir, liðstjóri, Sædís Ýr Jónasdóttir, frummælandi, Sólrún Freyja Sen, meðmælandi og Steinar Ingi Kolbeins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert