Vinir í Valhöll hugsanlega seldir til erlendra stöðva

Búið er að gefa út stiklu fyrir nýja teiknimyndaseríu um Vini í Valhöll, sem ætlunin er að kynna fyrir erlendum sjónvarpsstöðvum. Stiklan, sem aðgengileg er á netinu, byggist á samnefndri rafbók sem nú er í vinnslu og fjallar um ævintýri goðanna í Ásgarði þegar þau eru á barnsaldri.

Bjarni Einarsson, einn af höfundum þáttanna, segir hugmyndina hafa kviknað út frá rafbókinni, sem var meðal annars fjármögnuð á hópfjármögnunarsíðunni karolinafund.com. Hann hafi tekið eftir því hversu mikill áhugi var á verkefninu. „Þá ákvað ég að skoða hvort hægt væri að búa til sjónvarpsseríu úr þessu. Næsta dag hafði ég samband við RÚV og Skjáinn og þau sögðu strax að þetta hljómaði vel en þau þyrftu að sjá einhvers konar stiklu.“

Áhugi frá útlöndum

Bjarni ákvað einnig að skoða hvort áhugi væri erlendis og hafði samband við NRK, DR og SVT auk ARD í Þýskalandi og segir að þær stöðvar hafi tekið vel í hugmyndina, en stiklan er hluti af kynningarefni til þeirra.

Þótt Bjarni hafi átt upphaflegu hugmyndina segir hann að ekkert hefði orðið úr þessu án samstarfsmanna sinna og nefnir þar sérstaklega þau Alexöndru Eyfjörð, sem skrifar handrit með Bjarna, Karítas Gunnarsdóttur, sem teiknar þættina, og Kristján Frey Einarsson hjá Playmo-teiknistúdíóinu sem sér um að gæða teikningarnar lífi. „Ég er rosalega heppinn að hafa fundið teymi þar sem hver meðlimur kemur með hæfileika á sviðið sem ég gæti bara látið mig dreyma um. Án þeirra hefði þetta aldrei orðið að veruleika og ekki eins æðislegt og það varð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert