Ölvuð ungmenni í Grafarvogslaug

Óskað var eftir aðstoð lögreglu að sundlauginni í Grafarvogi um miðnætti í nótt þar sem hópur ölvaðra ungmenna var kominn í laugina.

Ökumaður var stöðvaður á Miklubraut rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi þar sem hraði bifreiðarinnar sem hann ók hafði verið mældur 91 km/klst en leyfður hraði er 60 km/klst. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og hafði ekki notað stefnuljós í akstri.

Ölvuð kona var handtekin á veitingastað í Austurborginni. Konan hafði verið að ónáða gesti og starfsfólk. Konan verður vistuð í fangageymslu þar til ástand hennar lagast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert