Hefja hjálparstarf í Nepal

Frá Nepal.
Frá Nepal. AFP

Lútherska heimssambandið hefur sett af stað umfangsmikið hjálparstarf vegna hamfaranna í Nepal. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Þjóðkirkjunni að teymi frá sambandinu sé þegar komið til Kathmandu, höfuðborgar landsins, þar sem Lútherska heimssambandið hafi skrifstofur sínar.

„Sambandið starfar nú með stjórnvöldum í Nepal, Sameinuðu þjóðunum og kirkjum í ACT Alliance við samhæfingu aðgerða. Starfsfólk á staðnum undirbýr dreifingu lífsnauðsynlegra gagna eins og vatns, matar, húsaskjóls og lyfja til þeirra sem urðu fyrir barðinu á skjálftanum. Miðja jarðskjálftans var nærri Kathmandu, höfuðborg Nepal, en önnur svæði hafa orðið fyrir áhrifum. Meðal þeirra eru Bhaktapur, Lamjung og Pokhara þar sem Lh hefur verið að starfi um árabil að hjálparstarfi og skipulagi viðbragða við áföllum. Þetta gerði þeim mögulegt að bregðast strax við skjálftanum,“ segir ennfremur.

Hjálparstarf kirkjunnar tekur við framlögum til stuðnings neyðarstarfi Lútherska heimssambandsins og ACT Alliance í Nepal. Hægt er að leggja inn á reikning 0334-26-50886, kt. 450670-0499 og hringja í söfnunarsímann 907 2003 til að gefa 2500 til hjálparstarfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert