Fráleitt að krafan sé 100% launahækkun

Páli Halldórssyni finnst lítið þokast í kjaraviðræðum BHM við ríkið
Páli Halldórssyni finnst lítið þokast í kjaraviðræðum BHM við ríkið Ómar Óskarsson

Páll Halldórsson, fráfarandi formaður BHM, sagði í samtali við mbl.is að lítið þokist í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Næsti fundur er á morgun klukkan 13.30.

„Við erum að vinna í atriðum sem geta hjálpað okkur þegar við komumst út fyrir þessi 3,5%. Það er hægt að vinna í innihaldinu núna,“ sagði Páll.

En hvað finnst Páli um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að hann hafi heyrt kröfur um 100% launahækkun eða að lágmarkslaunin verði 400 þúsund krónur? 

„Það er auðvitað bara fráleitt. Hins vegar hafa menn sagt, án þess að það sé beinlínis krafa, að það sé óeðlilegt að menn með háskólapróf séu með undir 400 þúsund í laun. Ég hef sagt að mér finnist það mjög óeðlilegt.“

Páll benti á að umtöluð 3,5% hækkun sé einfaldlega ekki nógu mikil. „Ef við myndum fá þá hækkun til þriggja ára þá myndu lægstu launin ekki ná 300 þúsund krónum. Þetta umtal um 3,5% er dálítið absúrd fyrir okkur. Það sem við horfum helst til er að menntum og viðbótarmenntum skili sér í launum,“ sagði Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert