Pálmi heiðursvísindamaður Landspítala

Pálmi V. Jónsson
Pálmi V. Jónsson Ljósmynd/Landspítali

Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala, er heiðursvísindamaður Landspítala árið 2015. Honum hlotnaðist sá heiður á Vísindum á vordögum, árlegri vísindadagskrá í Hringsal á Landspítala Hringbraut, sem haldin var í dag. 

Pálmi lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1979, sérfræðipróf í lyflækningum frá University of Connecticut 1986 og sérfræðiprófi í öldrunarlækningum við Harvard University 1990. Hann var í rannsóknar- og kennslustöðu við Harvardháskóla 1988-1989, varð dósent í öldrunarlækningum við Háskóla Íslands 1994 og prófessor frá 2008.

Pálmi hefur verið leiðbeinandi fjölda nemenda í rannsóknartengdu námi. Hann hefur sinnt öldrunarlækningum frá heimkomu ýmist sem yfirlæknir, forstöðulæknir eða sviðsstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert