Tveir lentu í Reykjavíkurhöfn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Jim Smart

Sæþota, jetski, lenti á hlið slöngubáts í Reykjavíkurhöfn nú síðdegis með þeim afleiðingum að farþegi í bátnum kastaðist úr honum. Sæþotan fór á hliðina og sá sem henni stýrði fór einnig í sjóinn. Mennirnir eru báðir komnir upp úr sjónum og báturinn hélt för sinni áfram á haf út.

Sjónarvottur sem mbl.is ræddi við segir að sæþotan hafi verið á töluverðri ferð. Slöngubáturinn hafi tekið snögga vinstri beygju og sæþotan lenti þá á honum og kastaðist í loft upp. Sjónarvotturinn hafði ekki upplýsingar um líðan mannanna.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði ekki fengið málið á sitt borð kl. 18.00. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert