Greiðfært á Suður- og Vesturlandi

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Vesturlandi. Vegir eru auðir á Suðausturlandi.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði sem og norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi eru hálkublettir frá Ketilás í Siglufjörð. Hálkublettir, snjóþekja og éljagangur er víða á Norðausturlandi.

Hálka er á Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fagradal og Oddsskarði. Snjóþekja er á Vatnsskarði eystra. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Norðan og norðaustan 3-13 m/s, hvassast austast. Léttskýjað á S- og V-landi, en dálítil él NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan.

Hvalfjarðargöngin voru lokuð í nótt og verða einnig lokuð aðra nótt  frá klukkan 20:00 til klukkan 06:00 að morgni vegna framkvæmda og viðhalds.

Vegna ræsagerðar verður hringvegur 1 lokaður við Sveinatungu í  Norðurárdal frá miðnætti fimmtudaginn 7. maí til kl. 06:00 að morgni föstudagsins 8.  maí. Vegfarendum er bent á Laxárdalsheiði og  Bröttubrekku á meðan, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert