Viðurkennir að eiga kannabisplöntur

Frá aðgerðum lögreglunnar.
Frá aðgerðum lögreglunnar.

Karlmaður á þrítugsaldri hefur viðurkennt í samtali við lögreglu að eiga kannabisplöntur sem fundust í iðnaðarhúsnæði í Fjarðabyggð sl. þriðjudagskvöld.

Hann var ekki á staðnum þegar lögreglan framkvæmdi þar húsleit, en hún fann alls 17 kannabisplöntur og tól til ræktunar í húsnæðinu.

Lögreglan á eftir að taka formlega skýrslu af manninum, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, en hann hefur viðurkennt í samtölum við hana að hann eigi plönturnar. 

Málið er í rannsókn.

Kannabisræktun stöðvuð á Eskifirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert