Magabandsaðgerðir í Keflavík

Önnur skurðstofan tilbúin til aðgerða. Áætlað er að 150 magabandsaðgerðir …
Önnur skurðstofan tilbúin til aðgerða. Áætlað er að 150 magabandsaðgerðir verði gerðar á samningstímanum í aðstöðu HSS. Ljósmynd/Þorgils Jónsson

Skurðstofur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja voru opnaðar í gær eftir fimm ára hlé. HSS leigir aðstöðu og tæki til fyrirtækis skurðlæknis sem gerir þar magabandsaðgerðir á fólki í yfirþyngd.

„Þetta er gleðidagur. Ég er ánægður með að málið skuli hafa komist í þennan farveg. Það er ekki verið að hætta neinu en opna ákveðna möguleika fyrir framtíðina. Vonandi getur orðið framhald á,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, um leigu skurðstofanna.

Skurðstofurnar voru komnar í nýtt húsnæði á sjúkrahúsinu í Keflavík þegar þeim var lokað á árinu 2010 vegna fjárskorts stofnunarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert