Rigning í dag, skárra á morgun

Spáð er rigningu víða um land í dag en spáin …
Spáð er rigningu víða um land í dag en spáin fyrir morgundaginn er betri. mbl.is/Kristinn

Spáð er rigningu víðast hvar á landinu í dag með örfáum undantekningum. Hitinn verður þó alls staðar í rauðum tölum, frá 4 stigum á Vesturlandi upp í 10 á Akureyri. Á morgun er útlitið betra með hálf- eða léttskýjuðu um allt land.

Þegar líður á daginn í dag gæti stytt upp á Suðurlandi og þurru er einnig spáð á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð rigningu í allan dag. Vindurinnverður mestur á Suðurlandi þar sem hann getur farið upp í 9-11 metra á sekúndu en á Norðurlandi verður hann í kringum 3 metrar á sekúndu.

Besta veðrið á morgun verður á Suðurlandi en þar má búast við heiðskíru þegar líður á daginn og litlum vindi á fastlandinu en talsverðum vindi í Vestmannaeyjum og 6 metrum á sekúndu í Reykjavík og hálfskýjuðu.

Á Vestfjörðum verður skýjað eða hálfskýjað á morgun en eftir því sem dregur austar verður meiri sól með hálfskýjuðu á Austurlandi.

Á mánudaginn kemur rigningaveður yfir landið úr vestri og þegar líður á daginn verður rigning á öllum vesturhluta landsins en hálfskýjað á austurhlutanum. Hitinn verður þó talsverður, eða frá 5-11 stig um allt land. Er spáð vætu víða um land allt fram á fimmtudag þegar sólin gerir aftur vart við sig á Suðurlandi með heiðskíru veðri og allt að 10 stiga hita.

Sjá veðurvef mbl.is

Sjá frétt mbl.is: Besta Eurovision-veðrið á Akureyri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert