Stigatafla fyrir úrslit Eurovision

Mans Zelmerlow er spáð sigri annað kvöld.
Mans Zelmerlow er spáð sigri annað kvöld. DIETER NAGL

Eru þröng leður-, plast- eða gúmmiföt á sviðinu? Er skemmtilegra að fylla út skattaskýrslu en að hlusta á lagið til enda? Er keppandinn eða keppendurnir með skegg?

Eins og flestir vita eru Eurovision óútreiknanleg keppni. Lög sem sumir telja arfaslök raka inn stigum, á sviðinu kennir ýmissa grasa og Felix Bergsson leitar að símanúmerum í beinni útsendingu. 

Enn á ný býður mbl.is upp á skemmtilegt stigablað fyrir keppnina sem hægt er að prenta út. Þar er hægt að sjá röð landanna, heiti laganna og flytjanda. Þá er hægt að gefa löndunum hin og þessi stig, eftir smekk og hentisemi. 

Hér að neðan má sjá skjalið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert