Telur árangurinn framar vonum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er í ítarlegu viðtali á Eyjunni í dag þar sem hann meðal annars gerir upp kjörtímabilið og ýmis atvik sem ratað hafa í fjölmiðla í valdatíð hans.

Hann segist í viðtalinu sáttur með fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. „Ég get eiginlega ekki verið annað því miðað við alla hlutlæga mælikvarða á árangur stjórnvalda, þá hefur þróunin verið það jákvæð að ég hefði ekki þorað að vona að þetta myndi ganga jafnhratt í rétta átt eins og raunin hefur orðið.“

Um verkföllin segir Sigmundur að raunveruleikinn og tilfinningar fólks séu sitt hvor hluturinn. „Raunveruleikinn er oft eitt og svo er tilfinningin eitthvað annað. Því er mjög oft haldið á lofti núna, ranglega, að misskipting sé að aukast hér á landi. Auðvitað er ekki fullkominn jöfnuður hér frekar en annars staðar, en hann er þó meiri hér en víðast hvar, ef ekki alls staðar annars staðar. Og hefur verið að lagast enn í tíð þessarar ríkisstjórnar. En stöðugt er fullyrt að hið gagnstæða sé raunin.

Var nýbyrjaður í líkamsrækt

Sigmundur nefnir einnig atvikið þegar stjórnarandstaðan sökuðu Sigmund um að hafa yfirgefið þingsal í miðjum umræðum til þess að fá sér köku. 

„Það var svolítið skondin hlið á því líka, án þess að ég sé að barma mér, en ég er nefnilega byrjaður í líkamsrækt og hef ekki borðað köku vikum eða mánuðum saman. Svo er ég frammi í mötuneyti og það er gaukað að mér smá kökusneið, sem ég held nú reyndar að hafi verið skúffukaka en ekki perukaka eins og haldið var fram. Ég svona freistaðist til að borða hálfa kökusneiðina. Ég borðaði hana bara hálfa þó að hún hafi verið góð. Þjálfarinn í ræktinni átti nú ekki að komast að þessu en þá er því útvarpað um allt land og gott ef ekki Norðurlöndum líka.“

Sjá viðtalið í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert