„Ég skal fylla á bílinn og þig í leiðinni“

Myndin sem Arna setti inn til að auglýsa bílinn sinn …
Myndin sem Arna setti inn til að auglýsa bílinn sinn til sölu. Ljósmynd/Facebooksíða Brask og brall

Arna Ýr Jónsdóttir, 19 ára, setti inn auglýsingu á facebook síðuna Brask og brall í gær vegna þess að hún hugðist selja bílinn sinn. Hún fékk fjöldann allan af skilaboðum en fæst þeirra voru út af bílnum, heldur höfðu karlmenn áhuga á henni.

„Ég var ekki með aðra mynd af bílnum til taks og skrifaði við myndina að þeir sem hefðu frekari áhuga gætu fengið senda mynd síðar,“ sagði Arna í samtali við mbl.is. Sagði hún að þetta hefði byrjað með því að einn maður hafi tjáð sig ósæmilega um hana og við það hafi fleiri tekið undir.

„Þetta var samt verra þegar þeir sendu mér einkaskilaboð. Þá fóru þeir að spyrja hvort ég fylgdi bílnum og hvort þeir gætu borgað meira og fengið mig í leiðinni og fleira í þeim dúr.“ Nokkrir mannanna gengu svo langt að spyrja hvort þeir gætu prufukeyrt Örnu, ekki bílinn. „Það versta sem mér var sent var þegar einn sagðist ætla að fylla á bílinn og þig í leiðinni.“

Karlarnir sem sendu henni skilaboðin voru á öllum aldri. „Þetta voru menn á aldrinum 22 - 75 ára, giftir, í sambandi og einhleypir. Mér finnst bara svo skrýtið þegar 70 ára karlar senda mér svona skilaboð, þeir gætu átt barnabörn á mínum aldri,“ sagði Arna.

Frétt DV um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert