Ísland í brennidepli á Culturescapes

Gjörningaklúbburinn, Sigrún Hrólfsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir.
Gjörningaklúbburinn, Sigrún Hrólfsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Ísland verður í forgrunni á listahátíðinni Culturescapes 2015 sem haldin verður í 11. sinn í Sviss dagana 2. október til 29. nóvember.

Á þeim tíma verður boðið upp á um 150 viðburði, þ.ám. tónleika, upplestra, myndlistarsýningar, fyrirlestra og kvikmyndasýningar. Á síðustu árum hafa ríflega 20 þúsund gestir sótt viðburði hátíðarinnar árlega.

Ráðgert er að hátíðin kosti eina milljón evra eða um 150 milljónir ísl. kr. og því óhætt að fullyrða að þetta sé ein stærsta listahátíð með Ísland í forgrunni sem haldin er utan landsteinanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert