Skrifað undir í lok vikunnar

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.

Vonast til að hægt verði að ljúka við drög að kjarasamningi VR, Flóabandalagsins, LÍV og StéttVest við Samtök atvinnulífsins á morgun, sem og bókanir sem fylgja honum. Gangi það upp verður fundað með trúnaðarráðum félaganna á föstudag til að sýna endanlegan samning.

Vonast Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, til þess að hægt verði að undirrita samninginn við lok vikunnar.

Lág­marks­laun fé­lag­manna félaganna sem nefnd eru hér að ofan munu hækka upp í 300 þúsund krón­ur til árs­ins 2018 sam­kvæmt samn­ings­drög­um sem samþykkt voru á stór­um samn­inga­nefnda­fund­um fé­lag­anna í gærkvöldi.

Gengið er út frá því að launataxt­ar hækki um 25 þúsund krón­ur frá og með 1. maí þessa árs. Þá verði launaþró­un­ar­trygg­ing annarra en þeirra sem taka laun sam­kvæmt töxt­um 7,2% fyr­ir laun upp að 300 þúsund krón­um, en stig­lækk­andi niður í 3% fyr­ir tekju­hærri. Hjá VR er einnig samið um að byrj­un­ar­laun af­greiðslu­fólks hækki að auki um 3.400 krón­ur.

Á næsta ári frá og með 1. maí er gert ráð fyr­ir að launaþró­un­ar­trygg­ing­in verði 5,5%, eða að lág­marki 15 þúsund krón­ur.

Frá 1. maí árið 2017 munu svo launataxt­ar hækka um 4,5%, en al­menn hækk­un verða 3%. Þá er í samn­ingi VR til­greint að byrj­un­ar­laun af­greiðslu­fólks muni að auki hækka um 1.700 krón­ur.

Þann 1. maí 2018 munu taxt­ar hækka um 3% en al­menn hækk­un vera 2%, miðað við átta mánuði.

Með þessu er gengið út frá því að lægstu taxt­ar, sem í dag eru 214 þúsund, verði við und­ir­rit­un 245 þúsund, en und­ir lok samn­ings­tím­ans 300 þúsund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert