Ekki jafnmikill snjór á hálendinu í manna minnum

Skálinn í Hrafntinnuskeri Gríðarmikill snjór er nú víða á hálendinu.
Skálinn í Hrafntinnuskeri Gríðarmikill snjór er nú víða á hálendinu. Ljósmynd/Páll Guðmundsson

„Það er óhemjumikill snjór á hálendinu,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands í Morgunblaðinu í dag.

Hann fór ásamt fleirum í Hrafntinnusker um hvítasunnuhelgina. Ferðafélagsmenn hafa farið á hverju vori árum saman til að huga að opnun fjallaskálanna.

„Það hefur ekki verið jafnmikill snjór á hálendinu og nú í manna minnum,“ segir Páll ennfremur. „Að skálanum í Hrafntinnuskeri er hátt í þriggja metra djúpur snjór. Þetta er 5-6 metra hátt hús og maður stóð jafnfætis þakbrúninni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert