Flugeldur sprakk í höndum pilts

Jim Smart

  Piltur á átjánda aldursári hlaut áverka í andliti og hendi þegar flugeldur sprakk í hendi hans í vesturbænum um eitt leytið í nótt. Bæði lögregla og sjúkralið kom á vettvang og var pilturinn fluttur á Landspítalann til aðhlynningar.             

Um tíu leytið í gærkvöldi var kona handtekin á hóteli þar sem hún var ölvuð og til vandræða. Reyndi hún m.a að stela áfengi af bar hótelsins. Hún gistir fangaklefa í nótt.

Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um hóp ungmenna sem voru að vinna skemmdir á munum í bílageymslu í Kópavogi um tíu leytið í gærkvöldi.

Höfðu þau m.a klippt lás að vinnulyftu og ekið henni um bílageymsluna með tilheyrandi hættu fyrir sig og aðra í kring. Lögreglan hafði uppi á viðkomandi ungmennum og var forráðamönnum þeirra gert viðvart um atvikið og hegðun barna sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert