Forgangsraðað og helmingur í vinnu

Þorgerður Egilsdóttir ásamt Brynhildi dóttur sinni.
Þorgerður Egilsdóttir ásamt Brynhildi dóttur sinni. mbl.is/Golli

Landspítalinn er núna rekinn sem bráðaspítali þar sem öllu er forgangsraðað og eingöngu sinnt bráðum aðgerðum. Um helmingur hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu er að störfum í verkfallinu.

Að öllu jöfnu liggja 18 sjúklingar á deild B5, sem er bæklunarskurðdeild á Landspítalanum í Fossvogi. Í gær voru þeir átta og einn þeirra var Þorgerður Egilsdóttir. Hún er áttræð og var flutt á Landspítalann eftir að hafa lærbrotnað á heimili sínu á þriðjudaginn. Hún beið í sólarhring eftir að komast í röntgenmyndatöku og fór í framhaldinu í aðgerð.

Í umfjöllun um ástandið á spítalanum í Morgunblaðinu í dag segjast Þorgerður og dóttir hennar, Brynhildur Inga Einarsdóttir, vel verða varar við verkfall hjúkrunarfræðinga en ítreka að þeir sem séu að störfum leggi sig alla fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert