Sérstök leturgerð fyrir lesblinda

Ævar Þór Benediktsson við Hallgrímskirkju en kirkjan kemur við sögu …
Ævar Þór Benediktsson við Hallgrímskirkju en kirkjan kemur við sögu í nýju ævintýrabókinni. Rax / Ragnar Axelsson

Ný bók Ævars Þórs Benediktssonar, Risaeðlur í Reykjavík, fyrsta bókin í bókaflokki um bernskubrek Ævars vísindamanns, var að koma út hjá Forlaginu og er fyrsta bókin þar á bæ sem notast við sérstaka leturgerð fyrir lesblinda.

„Mér finnst ótrúlega töff að bókin mín skuli fá að vera fyrsta bókin undir merkjum Forlagsins sem notar þessa leturgerð,“ segir Ævar.

„Bókin er unnin samhliða lestrarátaki og það á því vel við að hún skarti letri sem hjálpi þeim sem eiga erfitt með lestur. Vísindamanninum í mér finnst svo auðvitað heillandi að það sé til leturgerð sem heilinn eigi auðveldara með að vinna úr en öðrum,“ segir hann.

Dyslexie er leturgerð sem auðveldar lesblindum að lesa texta. Höfundur þess er grafíski hönnuðurinn Christian Boer frá Hollandi. Hann er sjálfur lesblindur og þróaði hann stafina fyrir sjálfan sig í fyrstu. Leturgerðin læknar ekki lesblindu heldur er hún hjálpartæki. Hugmyndin á bak við Dyslexie er að gera stafina ólíkari en þeir eru í öðrum leturgerðum.

Nánar um þetta og allar nýjustu fréttirnar af Ævari vísindamanni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina en þar er Ævar Þór Benediktsson í ítarlegu viðtali.

mbl.is
mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert