Varað við hvassviðri suðaustanlands

Sólstafir undir Eyjafjöllum.
Sólstafir undir Eyjafjöllum. mbl.is/RAX

Veðurstofan varar við vaxandi norðaustan átt á morgun, hvassviðri suðaustanlands síðdegis og hvössum vindstrengjum víða við fjöll, (25-30 m/s), einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum.

Veðurvefur mbl.is

Í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu má hins vegar búast við góðu veðri, 18 gráðu hita og bláum himni um miðjan daginn.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Austan og norðaustan 8-13 m/s, en heldur hægari suðvestantil. Bjartviðri V- og NV-lands, en skýjað og dálítil súld eða rigning með köflum um landið austanvert.

Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-20 m/s við suðausturströndina síðdegis og rigning og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Norðaustan 10-18 m/s í öðrum landshlutum annað kvöld, hvassast norðvestantil. Áfram bjart vestanlands, en dálítil væta norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á V-landi, en 6 til 10 stig við A-ströndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert