160 milljónir króna í utanlandsferðir á tveimur árum

Gunnar Bragi hefur verið víðförull og verið mikið utan landsteina.
Gunnar Bragi hefur verið víðförull og verið mikið utan landsteina. Ljósmynd/Sameinuðu þjóðirnar

Kostnaður vegna utanlandsferða ráðherra það sem af er kjörtímabili nemur 159,2 milljónum króna.

Ferðir ráðherra ríkisstjórnarinnar eru 158 talsins og hefur hver ferð ráðherra og fylgdarliðs þeirra því kostað að meðaltali rúmlega eina milljón króna. Jafngildir það 207 þúsund krónum á dag frá því að ríkisstjórnin tók til starfa hinn 23. maí 2013, fyrir 768 dögum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur farið í flestar utanlandsferðir. Ferðir hans eru 46 talsins og kostnaður vegna þeirra nemur rúmlega 54 milljónum króna, eða um 34 prósentum af ferðakostnaði ráðherranna. Fylgdarmenn utanríkisráðherra á ferðum hans erlendis voru á bilinu einn til fjórir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert