Samstarf sem nýtist stúdentum

Stúdentaráð, GOmobile og Síminn starfa saman.
Stúdentaráð, GOmobile og Síminn starfa saman.

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) hefur skrifað undir samstarfssamning við GOmobile og Símann út skólaárið 2015-2016. Með samningum er lögð rík áhersla á lifandi og skemmtilegt samstarf sem mun nýtast stúdentum við Háskóla Íslands eftir fremsta megni.

Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hlakkar mikið til komandi skólaárs og segir samstarfið lið Stúdentaráðs í að gera nemendum kleift að nýta sér hagnýtustu kosti sem völ er á. „Hugmyndir flæða úr öllum áttum og framkvæmdagleðin skín frá hverjum aðila samstarfsins. Því má búast við líflegu og viðburðarríku ári, enda munu allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.”

Þá segir Hildur Björk Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Símans að nemendur muni geta nýtt sér það að Síminn eru í samstarf bæði við GOmobile og Spotify með því að safna inneignum í gegnum GOmobile og nýtt þær til að greiða niður fjarskiptin og Spotify áskriftina. „Við hlökkum til að vinna með Stúdentaráði og áfram með GOmobile og lofum að samstarfið verður þess virði,” segir Hildur.

María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri GOmobile segir að fyrirtækið hafi lagt ríka áherslu á gott samstarf við háskólanema. „Við höfum meðal annars fengið til okkar heimsókn hátt í 1000 manns síðasta árið úr flestum deildum Háskólans. Það gefur okkur aukinn kraft að eiga í samtali við háskólanema, sem hika ekki við að koma á framfæri góðum hugmyndum og uppbyggilegri gagnrýni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert