Söfnuninni lýkur á miðnætti

Keppendur í WOW Cyclothon.
Keppendur í WOW Cyclothon. ljósmynd/Kristinn Magnússon

Nú hafa safnast um 21,7 milljónir í áheitasöfnun WOW Cyclothon til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi en það er um 7 milljónum meira en safnaðist í keppninni í fyrra. Formlegri söfnun lýkur á miðnætti í kvöld.

Í ár verður söfnunarfénu varið til uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Fénu verður varið til að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi og til að ráða íþróttafræðing til að leiða verkefnið. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing sem meðferðarúrræði getur haft áhrif á bata geðsjúkra. „Það er því til mikils að vinna ef hægt er að bjóða upp á líkamsþjálfun sem hluta af endurhæfingu og auka um leið lífsgæði,” segir María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.

Á Kleppsspítala eru 50 legurými auk þess sem sór hópur sækir þangað daglega þjónustu dag- og göngudeilda. Hingað til hefur ekki verið möguleiki að bjóða upp á hreyfingu sem meðferðarúrræði á Kleppi vegna fjárskorts en með þessum styrk verður hægt að bjóða upp á heildræna heilsueflingu. „Með söfnun WOW Cyclothon verður loksins hægt að láta draum um Batamiðstöð á Kleppi rætast,” segir María.

Hér er hægt að leggja málefninu lið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert