Mestu hækkanir í áraraðir

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands

Samkomulag náðist nú fyrir stundu á milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu blaðamanna. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, segir samninginn ánægjulegan og í takt við aðra samninga sem gerðir hafa verið á síðustu mánuðum. 

„Ég held að niðurstaðan sé mjög ásættanleg fyrir blaðamenn, við erum að ná ágætis árangri í því að hækka taxtalaunin og í raun og veru eru erum við í takt við það sem aðrir hafa verið að semja um á almennum vinnumarkaði.“

Samningurinn er til ársloka 2018 og eru afturvirkir til 1. maí. Hjálmar segir að félagið hafi til 21. júlí til að klára atkvæðagreiðslu um samninginn en að hann eigi ekki von á öðru en að hann muni leggjast vel í félagsmenn.

„Þetta var besti kosturinn. Það eru mörg ár síðan við höfum séð viðlíka hækkanir í samningum eins og núna svo ég er ekki í neinum vafa um að þetta verði samþykkt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert